Háskóli Íslands

Ágrip

Leiðbeiningar og skil ágripa

Tungumál

Ágrip mega vera á íslensku eða ensku. Ef ágripinu er skilað inn á ensku þarf einnig að flytja fyrirlesturinn á ensku.

Munið að halda ykkur við eitt tungumál í texta. Ef titill og meginmál er á ensku þurfa náms- eða vinnustaðir einnig að vera á ensku. Sama gildir um íslensku. Annað hvort er allt á ensku eða allt á íslensku, að öðrum kosti verða ágrip send aftur til höfunda.

Ritun náms- og vinnustaða

Geta skal höfunda ágrips á eftirfarandi hátt:

Fullt nafn fyrsta höfundar1, fullt nafn meðhöfundar2, fullt nafn meðhöfundar3, fullt nafn meðhöfundar4, fullt nafn meðhöfundar5, o.s.frv. 

1Náms- eða vinnustaður, deild, stofnun, 2Náms- eða vinnustaður, deild, stofnun, 3Náms- eða vinnustaður, deild, stofnun,4Náms- eða vinnustaður, deild, stofnun, 5Náms- eða vinnustaður, deild, stofnun, o.s.frv.

Netfang flytjanda 

Lengd

Ágripið má að hámarki vera 200 orð að titlinum meðtöldum.

Letur

Arial 12 punktar.

Efni og uppbygging

Ágripinu skal skipt í eftirfarandi fjóra kafla:

a) Titill
b) Lýsing og tilgangur verkefnis. Gerið grein fyrir aðalatriðum hugmyndar eða verkefnis, þ.e. út á hvað hún/það gengur, hver er tilgangurinn, hvaða vanda leysir hún/það fyrir einstaklinga/samfélag/atvinnulíf o.s.frv
c) Framkvæmd. Gerið í aðalatriðum grein fyrir því hvernig hugmyndin/verkefnið var/er/verður framkvæmd.
d) Staða hugmyndar eða verkefnis. Hversu lengi hefur verið unnið að hugmyndinni/verkefninu? Hver er staðan í dag? Hefur hún/það til dæmis leitt til þróun nýrrar vöru/þjónustu/meðferðar eða nýs viðskiptasamnings/einkaleyfis?

Kynning

Höfundar geta óskað eftir því að kynna hugmynd/verkefni með erindi, veggspjaldi, myndbandi, vöru eða frumgerð vöru. Við reynum að verða við óskum allra en Vísindanefndin áskilur sér rétt til þess að taka endanlega ákvörðun um kynningu.

Birting

Samþykkt ágrip munu birtast á heimasíðu ráðstefnunnar.

Mat

Mat og yfirlestur ágripa er í höndum Vísindanefndar Heilbrigðisvísindasviðs. Nefndin áskilur sér rétt til þess að hafna ágripum sem:

  • tengjast ekki hugmynd um nýsköpun í heilbrigðisvísindum
  • uppfylla ekki kröfur um vísindalegt innihald
  • ekki er vandað til
  • fylgja ekki ofangreindum reglum um skil ágripa.

Ef sami höfundur sendir inn fleiri en eitt ágrip verða þau hugsanlega flokkuð saman í dagskrá, t.d. í eitt erindi.

Senda inn ágrip

Ekki gleyma að allir þurfa að skrá sig á ráðstefnuna, líka höfundar og meðhöfundar sem ætla að taka þátt í ráðstefnunni.

Skrá þátttöku

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is