Háskóli Íslands

Ágrip ráðstefnunnar komin út í fylgiriti Læknablaðsins

Nú geta fróðleiksfúsir skyggnst enn betur í þá fjölbreyttu flóru rannsókna sem verða kynntar á 17. ráðstefnunni í líf- og heilbrigðisvísindum. Öll ágrip ráðstefnunnar hafa verið birt í fylgiriti Læknablaðsins. Flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi enda af nógu að taka eins og eftirfarandi titlar gefa til kynna.
 
  • Afstaða Íslendinga til opinbers reksturs og fjármögnunar heilbrigðisþjónustunnar
  • Áhrif þrávirkra efna á mótefnasvar við bólusetningu í nýburum
  • Ebóla: Vandi Vestur-Afríku eða Vesturlanda?
  • Eykur notkun kannabis hættu á geðrofi og þróun geðklofa?
  • Hegðun og líðan barna sem búið hafa við heimilisofbeldi á Íslandi
  • HIV á Íslandi 1983-2012
  • Orkuinnihald skólamáltíða sem ætlaðar eru 11 ára börnum
  • Reynsla íslenskra feðra af heimafæðingu
  • Tíðni átröskunareinkenna og viðhorf til líkamsmyndar meðal íslenskra háskólastúdenta
  • Tengsl tannheilsu og lífsgæða meðal íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimili

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is